Ég býð mig fram til stjórnlagaþings

Ég hef ákveðið að bjoða mig fram til stjórnlagaþings sem kosið verður til þann 27. nóvember.

Stjórnlagaþing gefur okkur gullið tækifæri til að sameinast um nýjan samfélagssáttmála sem við viljum að móti líf okkar og samfélag til framtíðar. Ég vil berjast fyrir stórauknu beinu lýðræði, persónukjöri, jöfnu vægi atkvæða á landsvísu og að málskotsréttur forseta verði færður í hendur þjóðarinnar sjálfrar.

Einnig vil ég tryggja skýra þrískiptingu ríkisvaldsins, að ráðherrar verði ekki þingmenn, að þjóðin öll njóti auðlinda sinna, að ríki og kirkja verði aðskilin og að samfélagið byggi á manngildi og jafnrétti allra þegna þess.

Ég er 37 ára, kvæntur og tveggja barna faðir. Ég er með B.A. gráðu í sagnfræði, hef verið grunnskólakennari við Seljaskóla í Reykjavík síðastliðin 10 ár og hef starfað í InDefence hópnum frá október 2008 við að vekja athygli á málstað Íslands erlendis og berjast gegn ósanngjörnum Icesave samningum.

Ég hef m.a. skrifað fjölmargar blaðagreinar í tengslum við starf hópsins og hef síðastliðin tvö ár verið talsmaður InDefence hópsins á opinberum vettvangi, þar á meðal í fjölmörgum virtum erlendum fjölmiðlum.

Ég vil taka þátt í því stórmerkilega verkefni að setja Íslandi nýja stjórnarskrá, nýjan samfélagssáttmála sem getur mótað líf okkar og framtíð íslensks samfélags. Auk minna eigin áherslna mun ég að sjálfsögðu taka mið af niðurstöðum þjóðfundarins 2009 og þjóðfundar um nýja stjórnarskrá, sem ég er sannfærður um að muni verða mjög þýðingarmikill í vinnu stjórnlagaþingsins.

Upplýsingar um framboðið, stefnu og áherslur er einnig að finna á vefsíðunni http://facebook.com/johannesthorskulason . Ég hvet alla til að skrá sig á facebook síðunni til að fylgjast með framboðinu og umræðum um stjórnarsrkármálefni og stjórnlagaþingskosningarnar. Hægt er að smella á "Like" hér í kassanum til hægri til að fylgjast með.

Svo vonast ég auðvitað til að sjá ykkur öll á kjörstað þann 27. nóvember :-)


mbl.is Boða framboð til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband