Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Raunveruleg ástæða tímapressunnar?

Hér er áhugaverð pæling varðandi tengsl uppgjörs bankanna við tímapressuna á að ljúka Icesave málinu fyrir októberlok:

  • Uppgjör bankanna og aðkoma erlendu kröfuhafanna þýðir í stuttu máli að verið er að færa kröfuhöfunum bankann aftur, gefa þeim færi á að leggja í Landsbankann eigið fé og fá eitthvað út úr honum.
  • Hið sama er í gangi í Glitni og Kaupþingi.
  • Meðal stærstu kröfuhafa Landsbankans eru UK og Holland. 
  • Þetta þýðir í raun að neyðarlögin snúast ekki lengur um mismunun milli innlánseigenda, heldur um það að halda gangandi bankakerfi.  Ef kröfuhafarnir samþykkja þetta eru þeir í raun að samþykkja áhrif neyðarlaganna, að þau hafi verið skynsamleg leið.
  • Frestur kröfuhafa til að samþykkja samskonar uppgjör Glitnis rennur út á morgun(ritað í gær).  Fresturinn í tilfelli Kaupþings rennur út 31. okt.  Líkur eru á að fresturinn í tilfelli Landsbankans sé einhverst staðar þarna á milli eða í kring.
  • Ef allir stærstu kröfuhafar bankanna þriggja samþykkja að ganga inn í þá með þessum hætti er hafa þeir í raun samþykkt neyðarlögin, þ.e. afleiðingar þeirra, og grundvöllur fyrir málshöfðun gegn neyðarlögunum því fallinn um sjálfan sig.

Og hér er áhugaverði punkturinn:  Getur verið að tímapressan í Icesave málinu sé einmitt m.a. vegna þess að ein stærsta hótun Breta og Hollendinga í málinu, að fella neyðarlögin fyrir dómstólum, verður innantóm orð eftir 31. október, þegar kröfuhafarnir hafa de facto samþykkt neyðarlögin? 


mbl.is Segir yfirtökuna betri kost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörgum spurningum ósvarað

Í dag er eitt ár liðið frá því að bresk yfirvöld beittu ákvæum hryðjuverkalaga á íslenska ríkið, Seðlabanka Íslands og Landsbankann.  InDefence sendi frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni sem lesa má í heild sinni hér.

Í gær birti vefútgáfa breska blaðsins Telegraph áhugaverða grein þar sem hluti atburðarásarinnar er rekinn og spurningum velt upp um það sem ekki hefur verið útskýrt.  ÞAr segir meðal annars:

"A much harsher fate befell Landsbanki: although defaulted in Iceland the Treasury put out a freezing order on Landsbanki by using the Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001. The Treasury believed that “action to the detriment of the UK’s economy (or part of it) has been or is likely to be taken by certain persons who are the government of or resident of a country or territory outside the UK”.

This Delphic utterance meant that suddenly the Anti-Terrorism Act was able to target the whole of Iceland, with serious effect for the country’s companies and individuals. It took weeks for the Treasury to define the target more accurately. However, the Treasury has never clarified why this nuclear option was necessary. What dreadful deeds did the Treasury so fear that only the Anti-Terrorism Act would do? Or was this only an unfortunate sign of nerves?

There has been no answer as yet ...

Now, a year later, many EU central bankers feel that Iceland was unjustly hit by unclear EU directives on deposits as Iceland struggled with the Icesave debts. The Icelandic government has not clarified what it knew of the UK action on October 3 – and possibly earlier, if the Icelandic Central Bank knew that the FSA had taken action against Kaupthing before the loan of €500m was issued. It is unclear why the British government was so complacent in the summer of 2008. The Government has kept quiet as to why the Dutch bank was used, what necessitated the use of the Anti-Terrorism Act – and it’s still a mystery why the Icelandic banks were allowed to operate unfettered in the UK.


mbl.is Ár frá beitingu hryðjuverkalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matið er rangt, Jóhanna!

Það er alltaf sami söngurinn, hræðsluáróður án rökstuðnings: "Ef við viljum ekki einangrast sem þjóð og loka öllum samskiptaleiðum við alþjóðasamfélagið þá er okkur nauðugur einn kostur að leiða Icesave-málið til lykta."

Á fundinum 30. september sagði Jóhanna: Það er ekki sanngjarnt að við borgun neitt af þessu, ekki eina einustu krónu.... EN viðviljum ekki einangrast sem þjóð."

Ég bendi á að fjárfestar veltast nú hver um annan þveran til að komast að fjármögnun verkefna á Íslandi, Íslensk útflutningsfyrirtæki færa þjóðarbúinu gjaldeyri sem aldrei fyrr vegna lágs gengis krónunar og það fyrirtæki sem Árni Páll Árnason hefur básúnað síðustu daga að fái ekki erlent lánsfé, Hitaveita suðurnesja, kannast ekkert við það vandamál.

Þetta er hræðsluáróður og ekkert annað.  Það eina sem ríkisstjórnin er hrædd við er lækkun lánshæfismats Íslands.  Það hefði vissulega slæmar afleiðingar, en þrátt fyrir það hefur ríkisstjórnin enn ekki útskýrt Icesave málið í þaula fyrir lánshæfismatsfyrirtækjunum.  Í skýrslu þeirra kemur t.d. skýrt fram grundvallarmisskilningur á því hvernig málið er vaxið.  

Samninganefnd Íslands GERÐI BARA RÁÐ FYRIR því að lánshæfismatið myndi hækka við undirritun samningsins.  Hún gerði líka ráð fyrir því að krónan myndi hækka í kjölfarið á undirritun samningsins. Krónan hefur verið í frjálsu falli síðan.  Ef ríkisstjórnin er óviss um viðbrögð lánshæfismatsfyrirtækjanna þá er það einungis vegna þess að hún sjálf hefur ekki hirt um að kynna málið fyrir þeim vel og vandlega, og biðja um skýrt mat á því hvað Icesave skuldbindingin þýðir fyrir lánshæfismat Íslands, eða hvað það þýðir að taka ekki á sig skuldbindinguna.

 Athugið vel, að í síðustu skýrslu lánshæfismatsfyrirtækjanna er aðeins talað um að óvissan sé vandamál. Þar á bæ er ekker samasem merki á milli þess að samþykkja 700 milljarða aukaskuldir og hækkaðs lánshæfismats.  Auknar skuldir hljóta að hafa áhrif þar einnig.

Þetta "kalda hagsmunamat" Jóhönnu er því einfaldlega hagræðing sannleikans til að hljóma betur í eyrum landsmanna.  Það er rétt að benda á að það er ekki í fyrsta sinn, og ekki í annað sinn heldur, sem þessi ríkisstjórn lýgur beint út og blákalt upp í opið geðið á þjóðinni til að ná markmiðum sínum á bak við tjöldin. 


mbl.is Vill óráðsíu og græðgi burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave friðþægingin

Þegar Alþingi samþykkti ríkisábyrgð á Icesave lánasamningunum voru settir skýrir fyrirvarar við ríkisábyrgðina.  Þessir fyrirvarar voru árangur þrotlausrar samvinnu fólks í öllum flokkum. Út af fyrir sig óvenjuleg upprisa íslenskra þingmanna úr pólitísku skotgröfunum og mjög jákvæð þróun þingstarfa.

Þessir fyrirvarar gerðu vonda Iceseve samninga ögn bærilegri frir íslenska skattborgara, jöfnuðu taflið örlítið miðað við þann herfilega samningstexta sem samninganefnd Íslands skrifaði undir þann 5. júní, og ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti óséðan. 

Mikilvægt er að halda því til haga að samningstextinn sjálfur hefur ekkert breyst við lög um ríkisábyrgð.  Enn eru þar inni óvenju víðtækar gjaldfellingarheimildir svo dæmi sé nefnt, sem geta valdið Íslandi miklum vanda ef illa gengur að afla gjaldeyris til afborgana á næstu árum, jafnvel á öðrum lánum ríkisins, ótengdum Icesave.  Samningurinn er því ekkert betri eftir lagasetninguna, aðeins örlítið minna hörmulegur.

Eitt mikilvægasta atriðið í lögunum kemur fram í fyrstu grein þeirra.  Þar segir: "Það er skilyrði fyrir veitingu ríkisábyrgðarinnar að breskum og hollenskum stjórnvöldum verði kynntir þeir fyrirvarar sem eru settir við ábyrgðina samkvæmt lögum þessum og að þau fallist á þá. Enn fremur að lánveitendur samkvæmt þeim lánasamningum sem greinir í 1. mgr. viðurkenni að skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta séu háðar sömu fyrirvörum og ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum."

Þetta ákvæði gefur til kynna skýran vilja Alþingis: Að ríkisábyrgð skuli því aðeins veitt ef þessum fyrirvörum er fullnægt.  Þetta gæti ekki verið skýrara.  Alþingi tók langan tíma í að vinna faglega og þverpólitískt að þessum fyrirvörum og þetta er niðurstaðan.

Ríkisstjórn Íslands kaus hins vegar að virða ekki þessa niðurstöðu Alþingis.  Strax í byrjun september fékk ríkisstjórnin vitneskju um að Bretar og Hollendingar gerðu athugasemdir við fyrirvara Alþingis, höfnuðu þeim í raun.  Svar íslenskra stjórnvalda þá þegar hefði átt að vera einfalt:  Gott og vel, þá er engin ríkisábyrgð.  

Slíkt svar, slík einurð og skýr afstaða með afgreiðslu Alþingis og með augljósum hagsmunum Íslands í málinu hefði ekki einungis haft fullan stuðning Alþingis, heldur einnig stuðning meirihluta íslensku þjóðarinnar, sem hefur sýnt það í skoðanakönnunum hversu mikla andúð hún hefur á kúgunartilburðum Breta og Hollendinga til að láta Íslenskan almenning bera þessa skuld að fullu.

Það er ekkert leyndarmál lengur að Bretar og Hollendingar nota Alþjóða gjaldeyrissjóðinn til að knýja Íslendinga til að samþykkja Icesave og þannig í raun til að kúga fé út úr íslensku þjóðinni.  Steingrímur J. Sigfússon staðfesti þetta við fulltrúa InDefence í símtali strax 7. júní og nú fyrir skömmu lýsti Össur Skarphéðinsson yfir vanþóknun á þessu athæfi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.  Gordon Brown hefur heldur ekki farið í felur með þetta athæfi, en hann lýsti því yfir á breska þinginu á meðan á samningum stóð að Bretar væru að "vinna að því í samvinnu við AGS að sjá til þess að Íslendingar greiddu skuldir sínar" vegna Icesave.  Það ætti því ekki að dyljast neinum að AGS er notað sem kúgunartæki og ekkert annað.  Ef Ísland greiðir ekki Icesave þá skuli engin endurskoðun á efnahagsáætluninni fara fram og þar með engin lán berast til Íslands og svo framvegis.  

Íslensk stjórnvöld hefðu átt að hrópa þessa skömm Breta og Hollendinga af húsþökum í öllum stærstu fjölmiðlum heims allt frá upphafi og þannig gera alþjóðasamfélaginu þetta ljóst.  Það hefði ekki komið vel út fyrir AGS og hefði styrkt okkar samningsstöðu. Það var ekki gert. Ísland hefði átt að standa upp frá samningsborðinu og gera Bretum og Hollendingum það ljóst að það yrði ekki einn einasti fundur um málið fyrr en þessari hegðun lyki.  Það var ekki gert. Í staðinn var þagað og kúgunin látin viðgangast.  Og þess vegna viðgengst kúgunin enn í dag.

Í stað þess að standa með fyrirvörum Alþingis kaus ríkisstjórnin í byrjun september að ljúga að þjóðinni í hartnær tvær vikur að engin svör hefðu borist.  Á meðan var hafist handa við að semja um breytingar á fyrirvörum Alþingis, enn á ný undir kúguninni um frestun endurskoðunar AGS.

Jóhanna Sigurðardóttir orðaði það svo á opnum fundi Samfylkingarinnar þann 30. september sl. að það væri verið að reyna að ná niðurstöðu um nokkur atriði fyrirvaranna sem báðir aðilar gætu sætt sig við, og ef það næðist myndu Íslendingar "biðja" Breta og Hollendinga aflétta þrýstingi sínum á AGS svo endurskoðunin gæti farið fram strax og samningum lyki.  

Þetta er ekkert annað en óskiljanleg þrælslund. Það er engin tilviljun að Neville Chamberlain hefur orðið að athlægi í sögunni fyrir að láta eftir landakröfum Adolf Hitlers í München 1938, í þeim tilgangi að biðja hann um að hætta að gera meiri landakröfur í Evrópu.  Allir vita hvert gildi skjals Chamberlains um "frið á vorum tímum" var. Friðþæging íslensku ríkisstjórnarinnar á kröfum Breta og Hollendinga um afslætti á fyrirvörum Alþingis er af nákvæmlega sama meiði og friðþæging Chamberlains. 

Ríkisstjórnin er að uppfylla kröfur kúgarans til að biðja hann um að hætta að kúga sig.  Í slíkri stöðu gerist alltaf það sama: Kúgarinn nær markmiðum sínum, kúgunin virkar.

Ég skora á ríkisstjórn Íslands að láta slíkt ekki yfir þjóð sína ganga.  Ég skora á ríkisstjórn Íslands að segja við Breta og Hollendinga: Hingað og ekki lengra, nú er nóg komið! 

Ríkisstjórnin er ekki í slæmri samningsstöðu.  Þann 23. október nk. verður innlánatrggingasjóður gjaldþrota ef ekki hefur samist um ríkisábyrgð.  Það er ekki Bretum og Hollendingum í hag og þeir munu aldrei velja þá leið sjálfviljugir.  Því er nú rétti tíminn fyrir Íslendinga að snúa taflinu við. Skilaboð ríkisstjórnar Íslands, Alþingis og íslensku þjóðarinnar til Breta og Hollendinga ættu því að vera einföld og skýr:

Fyrst AGS endurskoðun strax. Svo getum við rætt saman um Icesave. Ekki fyrr. Íslenska þjóðin lætur ekki kúga sig lengur!

 

 

 

 

 


Nýr vettvangur

Hér er nýr og ágætur vettvangur fyrir skoðanir mínar á mönnum og málefnum.  Þarf ekki að fylla í skörð þeirra sem farið hafa hvort eð er?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband