Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Félagsmálaráðuneytið fjarlægt strax af listanum.

Félagsmálaráðuneytið sendi InDefence póst á press@indefence.is og bað um að kennitala ráðuneytisins væri tekin af listanum.  Það var gert um hæl.

Ég hvet fólk til að nota möguleikann "athuga skráningu" á indefence.is ef það heldur að  það hafi verið skráð að því forspurðu. Ef svo er, þá er best að senda póst til okkar strax og við munum að sjálfsögðu afskrá viðkomandi eins fljótt og auðið er.

Nú hafa okkur borist alls um 30 afskráningarbeiðnir.  Það hlýtur að teljast lítið hlutfall af rúmlega 60 þúsund undirskriftum. Það er því mjög sérstakt að horfa upp á það niðurrif sem nú stendur sem hæst, þar sem haldið er fram að "fjöldi fólks" sé skráð á listann án sinnar vitundar.

 


mbl.is Ráðuneyti skráð á lista InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband