Bloggfćrslur mánađarins, september 2010

Hvađa gildi hefur stjórnlagaţing?

Breytingar á stjórnarskrá lýđveldisins standa fyrir dyrum. Alţingi hefur sagt svo fyrir ađ ţćr breytingar skuli fara fram samkvćmt nýju ferli, ţ.e. í gegn um sérstakt stjórnlagaţing sem leggi tillögur fyrir Alţingi ađ undangenginni umfjöllun ţjóđfundar um stjórnarskrármálefni.

Ţetta er mjög atygliverđ tilraun. Íslenska stjórnarskráin er ekki gamalt plagg, í ţađ minnsta ekki ţegar boriđ er saman viđ stjórnarskrár margra nágrannalanda okkar. Sú bandaríska er frá 1789, sú norska fra 1814 og stjórnlög breta, ţó ekki séu ţau beinlínis sérstök stjórnarskrá, státa af langri sögu og ţróun allt aftur til Magna Carta frá árinu 1215.

Ţrátt fyrir litla elli í víđara samhengi má fćra rök fyir ţví ađ íslenska stjórnarskráin sé ađ innihaldi komin ađ ákveđnu leyti til ára sinna. Hún er byggđ ađ grunni til á stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands frá 1920, sem var lagfćring á gjafastjórnarskrá konungs frá 1874 til samrćmis viđ nýfengiđ fullveldi. Stjórnarskráin frá 1874 samrćmdist aftur ţeirri dönsku frá 1849. Ţannig ađ í raun má segja ađ Stjórnarskrá Lýđveldisins Íslands eigi sér nú um 160 ára sögu.

Á ţessum 160 árum hefur hún tekiđ töluverđum breytingum. Ţví er stundum haldiđ fram ađ svo sé ekki, en ţađ ţarf ekki annađ en ađ bera saman ţessi tvö skjöl, frá 1874 annars vegar og frá deginum í dag hins vegar, til ađ sjá ađ stjórnarskráin hefur í raun fylgt ţróun íslensks samfélags og sambands ţess viđ umheiminn í gegn um ţessi 160 ár.Grunnatriđi stjórnarskrárinnar frá 1944 eru hins vegar minna breytt, ţ.e. fyrst og fremst sá kafli sem lýtur ađ grunnskipan ríkisins, fyrirkomulagi valddreifingar, grunnreglum réttarríkisins og ţess háttar, og ţađ má fćra fyrir ţví sterk rök ađ slík grundvallaratriđi ţurfi ađ vera nokkuđ stöđug til ađ stjórnarskrá njóti virđingar og réttmćtrar stöđu sem grunnlög ríkisins.

Í stjórnarskránni birtist samfélagssáttmálinn.

Stjórnarskrá er eins konar samfélagssáttmáli, ţ.e. grunnreglur sem viđ ákveđum ađ skuli gilda fyrir alla í samfélaginu og ađ skuli móta allar ađrar reglur ţess. Hugmyndin um samfélagssáttmálann er auđvitađ ekki ný af nálinni, hún er ein af ţeim hugmyndum sem frönsku byltingarmennirnir höfđu ađ leiđarljósi ţegar ţeir kröfđust frelsis, jafnréttis og brćđralags í lok 18. aldar. Hugmyndin um samfélagssáttmálann er nátengd hugmyndum um hlutverk og takmörk ríkisvaldsins, ţrískiptingu ţess og réttindi og skyldur ţegnanna, sem komu fram á ţessum tíma og hafa mótađ lýđrćđi, mannréttindi og skipan ríkisvalds á Vesturlöndum alla tíđ síđan.

Sú heildarendurskođun á stjórnarskrá Íslands sem liggur fyrir nú er ţví í raun heildarendurskođun á ţeim samfélagssáttmála sem viđ kjósum ađ leggja til grundvallar lífi okkar, og sem viđ viljum ađ móti líf og samfélag komandi kynslóđa Íslendinga. Hún er í ţeim skilningi hápólitískt mál. Alls ekki flokkspólitískt, heldur pólitískt á ţann hátt ađ hún snertir grundvallar lífsskođanir okkar, hugmyndir okkar um ţađ hvers konar samfélag viđ viljum búa til og búa viđ. Ađ smíđa nýja stjórnarskrá getur ţví aldrei orđiđ kalt og stranglega lögfrćđilegt ferli. Ţađ á ekki ađ vera ţađ og má ekki vera ţađ.

Eitt besta sögulega dćmiđ um ţađ hvernig stjórnlagaţing getur á ţennan hátt lagt grunn ađ samfélagi til framtíđar er stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1789. Grunngildi hennar eru enn í dag ein sterkasta stođ bandarísks samfélags. Hún kom fram á tíma ţegar lýđrćđislegt stjórnskipulag var ennţá ný hugmynd í heiminum, en ţađ var hugmynd sem stjórnlagaţing ţess tíma vildi ađ myndađi grunninn ađ hinu nýja samfélagi. Lífsskođun og framtíđarsýn ţeirra sem ţar sátu réđi ferđinni.

Nýja Ísland, hvenćr kemur ţú?

Stjórnlagaţing er ţví ekki frćđilegt fyrirbćri ţar sem lögfrćđin er kóngur. Ţvert á móti er stjórnlagaţing lifandi vettvangur ţjóđar til ađ vefa lífsskođanir sínar, fortíđarreynslu og framtíđarsýn saman í nýjan samfélagssáttmála. Sáttmála sem getur leitt íslensku ţjóđina inn í framtíđina á farsćlan hátt. Međ stjórnlagaţingi er okkur, íslensku ţjóđinni, faliđ í hendur tćkifćri til ađ leggja leikreglurnar fyrir nýtt samfélag. Nýtt Ísland. Nýtum ţađ vel.Jóhannes Ţ. Skúlason


Auknar tekjur = auknir skattar

Á nćsta ári gerir Norrćna velferđarstjórnin "ađeins" ráđ fyrir 8 milljörđum í auknum tekjum ríkissjóđs.  Ţetta hljómar afskaplega áferđarfallegt svona á pólitíkusamáli. Ef viđ ţýđum ţessi ummćli Jóhönnu á mannamál hins vegar ţá komumst viđ ađ ţví hvađ ţetta ţýđir í raunveruleikanum.

"Aukna tekjur" eđa "nýjar tekjur" ríkissjóđs ţýđir ađeins eitt. Hćrri skattar eđa nýjir skattar. Ríkissjóđur aflar tekna međ skattheimtu. Ef ríkissjóđur fćr auknar tekjur ţýđir ţađ ađ einhver er ađ borga ríkissjóđi ţćr tekjur í formi skatta. Svo einfalt er ţađ.

Í umrćđunni um fjármál og efnahagslíf undanfarin tvö ár ţar sem upphćđirnar sem um rćđir eru gríđarlegar hvert sem litiđ er, er ekki skrýtiđ ađ töluskilningur fólks hafi almennt skekkst. Ţegar talađ er um t.d. 100 milljarđa liggur viđ ađ fólk hvái: "Er ţađ mikiđ eđa lítiđ?" Ţví virđast 8 milljarđar kannski viđ fyrstu sýn vera dropi í haf ríkisfjármálanna.

En 8 milljarđar eru 8 ţúsund milljónir. Ţađ eru engir smápeningar. Sérstaklega ekki ţegar ríkiđ ćtlar sér ađ veiđa ţessar 8 ţúsund milljónir upp úr vasa venjulegs fólks í landinu, ofan á allt sem á undan er gengiđ.

Íslendingar eru um 319 ţúsund manns. 8 ţúsund milljónir gera ţví rúmlega 25.000 krónur á hvern einasta Íslending. Ţađ eru 100 ţúsund krónur á ári fyrir venjulega fjögurra manna fjölskyldu. Aftur, ţađ virđist kannski ekki mikiđ viđ fyrstu sýn, ţví hversu mikils virđi er 100.000 kall í dag?

100 ţúsund krónur á ári eru tćplega ein mánađarlaun fyrir fólk sem dregur fram lífiđ á lćgstu laununum.

100 ţúsund krónur á ári jafngilda greiđslum fyrir skólamáltíđir beggja barnanna á heimilinu allt skólaáriđ.

100 ţúsund krónur á ári kaupa tćplega 7 matarkörfur í ódýrustu matvöruverslun landsins skv. verđkönnun ASÍ.    

100 ţúsund krónur á ári kaupa um ţađ bil tíu bensínáfyllingar fyrir venjulegan fjölskyldubíl.   

100 ţúsund krónur á ári kaupa notađar skólabćkur og ritföng fyrir unglinginn á heimlinu á ódýrasta skiptimarkađi landsins fyrir u.ţ.b tvö framhaldsskóláár.

 Og svo mćtti lengi telja. Ţetta er Ísland í dag. Íslenskar fjölskyldur finna sannarlega fyrir ţví ţegar 100 ţúsund krónur eru teknar úr veskinu ţeirra á einu ári. Ţađ gleymist allt of oft ţegar ríkisstjórnin ákveđur ađ hćkka skatta ađ ţessir peningar koma úr vösum fólks.

 

Ţetta er í raun mjög einföld afleiđsla, "elementary, my dear Dr. Watson", eins og mađurinn sagđi:

 Auknir skattar lćkka ráđstöfunartekjur fólks og skerđa afkomu fyrirtćkja.

-> fólk međ lćgri ráđstöfunartekjur ţarf ađ oftar (og gjarnan á sársaukafyllri hátt) ađ velja og hafna í hvađ ţađ notar peningana sem koma upp úr launaumslaginu

-> fólk eyđir minni peningum ţví ţađ hefur minni peninga milli handanna. Fólk neyđist til ađ minnka einkaneysluna ţví ađ skuldirnar og lánin lćkka ekki.

-> minni peningar flćđa út í atvinnulífiđ og efnahagslífiđ

-> Afkoma fyrirtćkja skađast vegna ţess ađ fćrri kaupa vöru og ţjónustu og fyrir minni peninga.

-> Fyrirtćki međ skerta afkomu geta ekki haldiđ úti sömu starfsemi og áđur. Skert afkoma = skert starfsemi

-> Launakostnađur fyrirtćkja er oftast hár kostnađarliđur. Uppsagnir koma til hjá mörgum ţeirra einfaldlega vegna ţess ađ ţađ er eina leiđin til ađ halda fyrirtćkinu lifandi í núverandi efnahagsástandi og skattheimtustefnu.

-> Aukiđ atvinnuleysi verđur til ţess ađ fleiri hafa minna á milli handanna.

Ţessi vítahringur er grafalvarlegur. Núverandi ríkisstjórn virđist halda ađ međ aukinni skattheimtu skapist verđmćti. Ţađ er einfaldlega ekki ţannig. Ţví er líka stundum haldiđ fram ađ ţetta sé í lagi ţví ţetta séu skattar á fyrirtćki en ekki almenning. En ţađ er bara ekki svo einfalt. Auknir skattar á fyrirtćki skerđa afkomu ţeirra einnig sem leiđir til aukins atvinnuleysis og hćgari hagvaxtar. Almenningur borgar alltaf fyrir aukna skatta á endanum, annađ hvort úr eigin vasa, vegna atvinnuleysis, vegna verđhćkkana á vörum og ţjónustu og svo framvegis.

 Ţađ versta viđ ţetta allt er ţetta hér:  Réttlćtingin fyrir ţví ađ hćkka skatta á almenning og atvinnulífiđ er gjarnan sú ađ á Norđurlöndunum, sem ţessi ríkisstjórn lítur mikiđ til og kennir sig viđ, er rekiđ velferđarsamfélag sem er fjármagnađ međ hćrri skattprósentu en gerist á Íslandi. Ţess vegna, segir ríkisstjórnin, hljótum viđ líka ađ geta hćkkađ skatta nokkuđ og fengiđ velferđarsamfélag í stađinn, eins og ţar.

En ţar lýkur samanburđinum hentuglega. Í ţessari samlíkingu er aldrei minnst á ţá stađreynd ađ í norrćnu velferđarsamfélögunum fá skattgreiđendur miklu, miklu meiri og betri ţjónustu frá ríknu fyrir skattpeningnana sína heldur en Íslendingar. Ţar tíđkast margs konar styrkir og ţjónusta sem Íslendinga getur ađeins dreymt um, og ţađ ekki ađeins vegna hrunsins heldur hefur ţađ veriđ ţannig lengi. Ţar er hefđ fyrir hárri skattprósentu og háu endurgjaldi í formi ţjónustu til borgaranna. 

Ţegar skattar eru hćkkađir á Íslandi í dag fara ţeir í ađ greiđa niđur vaxtagjöld ríkissjóđs vegna erlendra lána, sem sagt beint út úr landinu. Ţeir fara í ađ stoppa upp í fjárlagagat ríkissjóđs. Eini stađurinn sem ţeir fara ekki er út til borgaranna aftur.

Á Íslandi er nefnilega veriđ ađ skera harkalega niđur ţjónustu ríkisins viđ borgarana, t.d. í heilbrigđismálum og menntamálum, og hćkka skatta á sama tíma. Meiri skattar, minni ţjónusta.

Nú er komiđ nóg. Í alvöru, ţađ er komiđ nóg. Heimilin í ţessu landi ţola ekki meira. Viđ höfum ekki meira ađ gefa ríkinu. Ţví miđur, en ţađ er bara ţannig. Ef ţetta heldur áfram ţá er bara eitt skref eftir fyrir ótrúlega marga Íslendinga. Ađ pakka saman og flýja. Flytja til norrćnu velferđarríkjanna, ţar sem fólk á von um atvinnu, hćrri laun en hér ţrátt fyrir hćrri skattprósentu og alvöru ţjónustu frá ríkinu út á ţá skattprósentu. Fólk mun fara. Ţađ gerđist í Fćreyjum og ţađ er byrjađ ađ gerast á Íslandi.

Skattahćkkanir eru öruggasta leiđin til ađ hćgja á endurreisninni. Ekki meir, í guđana bćnum ekki meir.


mbl.is 8 milljarđa nýjar tekjur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband