35.203 undirskriftir tilbúnar til afhendingar
31.12.2009 | 02:18
InDefence hópurinn fagnar því að fá tækifæri til að koma vilja þjóðarinnar á framfæri við forseta Íslands við afhendingu undirskrifta rúmlega fjörtíu þúsund Íslendinga.
InDefence hópurinn hefur verið beðinn að vera tilbúinn að afhenda undirskriftirnar með stuttum fyrirvara. við verðum tilbúin þegar þar að kemur. Nú þegar hafa 35.203 undirskriftir verið sannreyndar með samkeyrslu við þjóðskrá og það sem kemur í nótt verður sannreynt fyrir klukkan átta í fyrramálið.
InDefence hópurinn hefur ákveðið að hægt verður að skrifa undir áskorunina á http://indefence.is allt þar til forseti hefur tilkynnt ákvörðun sína. Fjöldi heildarskráninga á síðuna nálgast nú 45.000 hratt.
Við gerum eðlilega ráð fyrir því að afhenda langstærstan meirihluta þeirra áður en forseti tekur ákvörðun, en við ábyrgjumst að allar sannreyndar undirskriftir verða afhentar forsetaembættinu.
Yfir 42 þúsund skorað á forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi að allt verði gert til að sem flestar undirskriftir berist. Einnig hvet ég hópinn til að safna liði við Bessastaði og víkja hvergi fyrr en í fulla hnefana. Ég verð fyrtur manna á staðinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.12.2009 kl. 03:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.