Áskorun til forseta Íslands. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ný Icesave-lög. - www.indefence.is
26.11.2009 | 00:14
* InDefence hópurinn efnir til undirskriftasöfnunar: Forseti Íslands synji breytingalögum um Icesave staðfestingar verði þau samþykkt á Alþingi.
* Kjarni málsins er sú sanngjarna krafa að hin þunga efnahagslega byrði, sem ríkisábyrgð leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
* Staðfesting forsetans á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave síðastliðið sumar var með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis.
* Fyrirvarar Alþingis eru fyrir borð bornir í nýju Icesave-lagafrumvarpi.
Alþingi Íslendinga hefur nú til meðferðar frumvarp til breytinga á lögum nr. 96/2009 um ríkisábyrgð á Icesave samningum. Verði frumvarpið samþykkt, sem enn verður að vona að ekki komi til, er ljóst að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í hættu vegna krafna sem fullar forsendur eru til að þjóðin hafni. Framtíðarkynslóðir Íslands yrðu skuldsettar og lífskjör þeirra skert um langa framtíð.
Við staðfestingu laga nr. 96/2009 ítrekaði forseti Íslands mikilvægi fyrirvara Alþingis með sérstakri áritaðri tilvísun til þeirra, sbr. yfirlýsingu hans dags. 2. september 2009.
Þeir fyrirvarar við ríkisábyrgð sem samþykktir voru í ágúst voru sameiginleg niðurstaða fjögurra þingflokka á Alþingi en með þeim setti Alþingi upp efnahagslegt skjól fyrir þjóðina. Fyrirvararnir taka mið af sanngjörnum rétti og hagsmunum Íslendinga og alþjóðlegri samábyrgð, eins og segir í yfirlýsingu forseta Íslands.
Í nýja Icesave-frumvarpinu eru þeir fyrirvarar Alþingis sem mestu skipta til að takmarka ríkisábyrgðina og verja hagsmuni þjóðarinnar vegna Icesave-samninganna hins vegar nánast að engu gerðir. Með samþykki þessa frumvarps verða skuldbindingar íslenska ríkisins á ný ófyrirsjáanlegar bæði hvað varðar fjárhæðir og tímalengd.
InDefence hópurinn efndi til undirskriftasöfnunar í október 2008 vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn Íslendingum. Tugir þúsunda tóku þátt í þeirri söfnun, sem vakti heimsathygli. Með þá reynslu í huga hefur hópurinn ákveðið að efna til undirskriftasöfnunar nú meðal Íslendinga þar sem skorað er á forseta Íslands að synja breytingalögum vegna Icesave-samninga staðfestingar. Í kjölfarið verði sú efnahagslega byrði sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja nýjum Icesave-lögum staðfestingar. Ég tel að það sé sanngjörn krafa að sú efnahagslega byrði, sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
* Kjarni málsins er sú sanngjarna krafa að hin þunga efnahagslega byrði, sem ríkisábyrgð leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
* Staðfesting forsetans á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave síðastliðið sumar var með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis.
* Fyrirvarar Alþingis eru fyrir borð bornir í nýju Icesave-lagafrumvarpi.
Alþingi Íslendinga hefur nú til meðferðar frumvarp til breytinga á lögum nr. 96/2009 um ríkisábyrgð á Icesave samningum. Verði frumvarpið samþykkt, sem enn verður að vona að ekki komi til, er ljóst að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í hættu vegna krafna sem fullar forsendur eru til að þjóðin hafni. Framtíðarkynslóðir Íslands yrðu skuldsettar og lífskjör þeirra skert um langa framtíð.
Við staðfestingu laga nr. 96/2009 ítrekaði forseti Íslands mikilvægi fyrirvara Alþingis með sérstakri áritaðri tilvísun til þeirra, sbr. yfirlýsingu hans dags. 2. september 2009.
Þeir fyrirvarar við ríkisábyrgð sem samþykktir voru í ágúst voru sameiginleg niðurstaða fjögurra þingflokka á Alþingi en með þeim setti Alþingi upp efnahagslegt skjól fyrir þjóðina. Fyrirvararnir taka mið af sanngjörnum rétti og hagsmunum Íslendinga og alþjóðlegri samábyrgð, eins og segir í yfirlýsingu forseta Íslands.
Í nýja Icesave-frumvarpinu eru þeir fyrirvarar Alþingis sem mestu skipta til að takmarka ríkisábyrgðina og verja hagsmuni þjóðarinnar vegna Icesave-samninganna hins vegar nánast að engu gerðir. Með samþykki þessa frumvarps verða skuldbindingar íslenska ríkisins á ný ófyrirsjáanlegar bæði hvað varðar fjárhæðir og tímalengd.
InDefence hópurinn efndi til undirskriftasöfnunar í október 2008 vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn Íslendingum. Tugir þúsunda tóku þátt í þeirri söfnun, sem vakti heimsathygli. Með þá reynslu í huga hefur hópurinn ákveðið að efna til undirskriftasöfnunar nú meðal Íslendinga þar sem skorað er á forseta Íslands að synja breytingalögum vegna Icesave-samninga staðfestingar. Í kjölfarið verði sú efnahagslega byrði sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Áskorunin hljóðar svo:
Ég skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja nýjum Icesave-lögum staðfestingar. Ég tel að það sé sanngjörn krafa að sú efnahagslega byrði, sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Forseti synji Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott framtak, alveg hryllileg tímasetning á að birta fréttina samt :( Veit ekki hvernig mbl.is starfar, en hefði verið betra að reyna að fá þá til að bíða með fréttina þangað til svona 10-12 í dag (núna er hún grafin lengst í innlendum fréttum og ekki á mest lesið)
Gunnar T. (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 12:54
Búin að senda og búin að birta líka hjá mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2009 kl. 10:46
Takk fyrir stuðninginn.
Það er rétt, þetta hefðigetað verið betri tími, en síðan var ekki tilbúin fyrr en svona seint, og við vildumsetja þetta af stað strax í stað þess að bíða fram á fimmtudag.
Jóhannes Þór Skúlason, 27.11.2009 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.