Raunveruleg ástæða tímapressunnar?
15.10.2009 | 10:30
Hér er áhugaverð pæling varðandi tengsl uppgjörs bankanna við tímapressuna á að ljúka Icesave málinu fyrir októberlok:
- Uppgjör bankanna og aðkoma erlendu kröfuhafanna þýðir í stuttu máli að verið er að færa kröfuhöfunum bankann aftur, gefa þeim færi á að leggja í Landsbankann eigið fé og fá eitthvað út úr honum.
- Hið sama er í gangi í Glitni og Kaupþingi.
- Meðal stærstu kröfuhafa Landsbankans eru UK og Holland.
- Þetta þýðir í raun að neyðarlögin snúast ekki lengur um mismunun milli innlánseigenda, heldur um það að halda gangandi bankakerfi. Ef kröfuhafarnir samþykkja þetta eru þeir í raun að samþykkja áhrif neyðarlaganna, að þau hafi verið skynsamleg leið.
- Frestur kröfuhafa til að samþykkja samskonar uppgjör Glitnis rennur út á morgun(ritað í gær). Fresturinn í tilfelli Kaupþings rennur út 31. okt. Líkur eru á að fresturinn í tilfelli Landsbankans sé einhverst staðar þarna á milli eða í kring.
- Ef allir stærstu kröfuhafar bankanna þriggja samþykkja að ganga inn í þá með þessum hætti er hafa þeir í raun samþykkt neyðarlögin, þ.e. afleiðingar þeirra, og grundvöllur fyrir málshöfðun gegn neyðarlögunum því fallinn um sjálfan sig.
Og hér er áhugaverði punkturinn: Getur verið að tímapressan í Icesave málinu sé einmitt m.a. vegna þess að ein stærsta hótun Breta og Hollendinga í málinu, að fella neyðarlögin fyrir dómstólum, verður innantóm orð eftir 31. október, þegar kröfuhafarnir hafa de facto samþykkt neyðarlögin?
Segir yfirtökuna betri kost | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.