Matið er rangt, Jóhanna!
5.10.2009 | 20:59
Það er alltaf sami söngurinn, hræðsluáróður án rökstuðnings: "Ef við viljum ekki einangrast sem þjóð og loka öllum samskiptaleiðum við alþjóðasamfélagið þá er okkur nauðugur einn kostur að leiða Icesave-málið til lykta."
Á fundinum 30. september sagði Jóhanna: Það er ekki sanngjarnt að við borgun neitt af þessu, ekki eina einustu krónu.... EN viðviljum ekki einangrast sem þjóð."
Ég bendi á að fjárfestar veltast nú hver um annan þveran til að komast að fjármögnun verkefna á Íslandi, Íslensk útflutningsfyrirtæki færa þjóðarbúinu gjaldeyri sem aldrei fyrr vegna lágs gengis krónunar og það fyrirtæki sem Árni Páll Árnason hefur básúnað síðustu daga að fái ekki erlent lánsfé, Hitaveita suðurnesja, kannast ekkert við það vandamál.
Þetta er hræðsluáróður og ekkert annað. Það eina sem ríkisstjórnin er hrædd við er lækkun lánshæfismats Íslands. Það hefði vissulega slæmar afleiðingar, en þrátt fyrir það hefur ríkisstjórnin enn ekki útskýrt Icesave málið í þaula fyrir lánshæfismatsfyrirtækjunum. Í skýrslu þeirra kemur t.d. skýrt fram grundvallarmisskilningur á því hvernig málið er vaxið.
Samninganefnd Íslands GERÐI BARA RÁÐ FYRIR því að lánshæfismatið myndi hækka við undirritun samningsins. Hún gerði líka ráð fyrir því að krónan myndi hækka í kjölfarið á undirritun samningsins. Krónan hefur verið í frjálsu falli síðan. Ef ríkisstjórnin er óviss um viðbrögð lánshæfismatsfyrirtækjanna þá er það einungis vegna þess að hún sjálf hefur ekki hirt um að kynna málið fyrir þeim vel og vandlega, og biðja um skýrt mat á því hvað Icesave skuldbindingin þýðir fyrir lánshæfismat Íslands, eða hvað það þýðir að taka ekki á sig skuldbindinguna.
Athugið vel, að í síðustu skýrslu lánshæfismatsfyrirtækjanna er aðeins talað um að óvissan sé vandamál. Þar á bæ er ekker samasem merki á milli þess að samþykkja 700 milljarða aukaskuldir og hækkaðs lánshæfismats. Auknar skuldir hljóta að hafa áhrif þar einnig.
Þetta "kalda hagsmunamat" Jóhönnu er því einfaldlega hagræðing sannleikans til að hljóma betur í eyrum landsmanna. Það er rétt að benda á að það er ekki í fyrsta sinn, og ekki í annað sinn heldur, sem þessi ríkisstjórn lýgur beint út og blákalt upp í opið geðið á þjóðinni til að ná markmiðum sínum á bak við tjöldin.
Vill óráðsíu og græðgi burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt stöndum saman gegn þessu óstjórnarkjaftæði Ögmundur gerði rétt að fara hann sá kvað var á seiði. Þetta er að fara sömu leið og með fyrri stjórn sambandið milli stjórnar og almennings í landinu er lítið sem ekkert ég veit um fjöl marga sem væru tilbúnir til að draga saman ef það væri hægt að stöðva lánið frá AGS og ekki borga krónu í Iceave einnig að ganga í ESB með mikilli varúð. En að biðja um samstöðu um vonlaus lán og fáránlegar greiðslur fyrir eitthvað sem við komum okkur ekki í það er stjórninni ekki til framdráttar.
Sigurður Haraldsson, 5.10.2009 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.