Hvađa gildi hefur stjórnlagaţing?

Breytingar á stjórnarskrá lýđveldisins standa fyrir dyrum. Alţingi hefur sagt svo fyrir ađ ţćr breytingar skuli fara fram samkvćmt nýju ferli, ţ.e. í gegn um sérstakt stjórnlagaţing sem leggi tillögur fyrir Alţingi ađ undangenginni umfjöllun ţjóđfundar um stjórnarskrármálefni.

Ţetta er mjög atygliverđ tilraun. Íslenska stjórnarskráin er ekki gamalt plagg, í ţađ minnsta ekki ţegar boriđ er saman viđ stjórnarskrár margra nágrannalanda okkar. Sú bandaríska er frá 1789, sú norska fra 1814 og stjórnlög breta, ţó ekki séu ţau beinlínis sérstök stjórnarskrá, státa af langri sögu og ţróun allt aftur til Magna Carta frá árinu 1215.

Ţrátt fyrir litla elli í víđara samhengi má fćra rök fyir ţví ađ íslenska stjórnarskráin sé ađ innihaldi komin ađ ákveđnu leyti til ára sinna. Hún er byggđ ađ grunni til á stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands frá 1920, sem var lagfćring á gjafastjórnarskrá konungs frá 1874 til samrćmis viđ nýfengiđ fullveldi. Stjórnarskráin frá 1874 samrćmdist aftur ţeirri dönsku frá 1849. Ţannig ađ í raun má segja ađ Stjórnarskrá Lýđveldisins Íslands eigi sér nú um 160 ára sögu.

Á ţessum 160 árum hefur hún tekiđ töluverđum breytingum. Ţví er stundum haldiđ fram ađ svo sé ekki, en ţađ ţarf ekki annađ en ađ bera saman ţessi tvö skjöl, frá 1874 annars vegar og frá deginum í dag hins vegar, til ađ sjá ađ stjórnarskráin hefur í raun fylgt ţróun íslensks samfélags og sambands ţess viđ umheiminn í gegn um ţessi 160 ár.Grunnatriđi stjórnarskrárinnar frá 1944 eru hins vegar minna breytt, ţ.e. fyrst og fremst sá kafli sem lýtur ađ grunnskipan ríkisins, fyrirkomulagi valddreifingar, grunnreglum réttarríkisins og ţess háttar, og ţađ má fćra fyrir ţví sterk rök ađ slík grundvallaratriđi ţurfi ađ vera nokkuđ stöđug til ađ stjórnarskrá njóti virđingar og réttmćtrar stöđu sem grunnlög ríkisins.

Í stjórnarskránni birtist samfélagssáttmálinn.

Stjórnarskrá er eins konar samfélagssáttmáli, ţ.e. grunnreglur sem viđ ákveđum ađ skuli gilda fyrir alla í samfélaginu og ađ skuli móta allar ađrar reglur ţess. Hugmyndin um samfélagssáttmálann er auđvitađ ekki ný af nálinni, hún er ein af ţeim hugmyndum sem frönsku byltingarmennirnir höfđu ađ leiđarljósi ţegar ţeir kröfđust frelsis, jafnréttis og brćđralags í lok 18. aldar. Hugmyndin um samfélagssáttmálann er nátengd hugmyndum um hlutverk og takmörk ríkisvaldsins, ţrískiptingu ţess og réttindi og skyldur ţegnanna, sem komu fram á ţessum tíma og hafa mótađ lýđrćđi, mannréttindi og skipan ríkisvalds á Vesturlöndum alla tíđ síđan.

Sú heildarendurskođun á stjórnarskrá Íslands sem liggur fyrir nú er ţví í raun heildarendurskođun á ţeim samfélagssáttmála sem viđ kjósum ađ leggja til grundvallar lífi okkar, og sem viđ viljum ađ móti líf og samfélag komandi kynslóđa Íslendinga. Hún er í ţeim skilningi hápólitískt mál. Alls ekki flokkspólitískt, heldur pólitískt á ţann hátt ađ hún snertir grundvallar lífsskođanir okkar, hugmyndir okkar um ţađ hvers konar samfélag viđ viljum búa til og búa viđ. Ađ smíđa nýja stjórnarskrá getur ţví aldrei orđiđ kalt og stranglega lögfrćđilegt ferli. Ţađ á ekki ađ vera ţađ og má ekki vera ţađ.

Eitt besta sögulega dćmiđ um ţađ hvernig stjórnlagaţing getur á ţennan hátt lagt grunn ađ samfélagi til framtíđar er stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1789. Grunngildi hennar eru enn í dag ein sterkasta stođ bandarísks samfélags. Hún kom fram á tíma ţegar lýđrćđislegt stjórnskipulag var ennţá ný hugmynd í heiminum, en ţađ var hugmynd sem stjórnlagaţing ţess tíma vildi ađ myndađi grunninn ađ hinu nýja samfélagi. Lífsskođun og framtíđarsýn ţeirra sem ţar sátu réđi ferđinni.

Nýja Ísland, hvenćr kemur ţú?

Stjórnlagaţing er ţví ekki frćđilegt fyrirbćri ţar sem lögfrćđin er kóngur. Ţvert á móti er stjórnlagaţing lifandi vettvangur ţjóđar til ađ vefa lífsskođanir sínar, fortíđarreynslu og framtíđarsýn saman í nýjan samfélagssáttmála. Sáttmála sem getur leitt íslensku ţjóđina inn í framtíđina á farsćlan hátt. Međ stjórnlagaţingi er okkur, íslensku ţjóđinni, faliđ í hendur tćkifćri til ađ leggja leikreglurnar fyrir nýtt samfélag. Nýtt Ísland. Nýtum ţađ vel.Jóhannes Ţ. Skúlason


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband