Að gefa eigin þjóð fingurinn.

Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þá ákvörðun forsætisráðherra og fjármálaráðherra að hafa atkvæðagreiðsluna að engu og nýta ekki kosningaréttinn. Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf um þá afstöðu þeirra.

Hins vegar virðist algerlega ljóst, af ótrúlega sterkum viðbrögðum almennings við þessum yfirlýsingum þeirra, að þau hafi ekki gert sér neina greinn fyrir því að með þessu eru þau að lýsa sjálf sig ómerkinga í augum stórs hluta þjóðarinnar. Það er nefnilega ennþá svo, þrátt fyrir allt, að þjóð sem skilar 89% kosningaþáttöku að meðaltali í rúmlega hálfa öld ber virðingu fyrir kosningaréttinum og finnst skammarlegt að sjá forystufólk sitt troða hann niður í skítinn með þessum hætti.  

Þau Jóhanna og Steingrímur hafa misst virðingu ansi margra í dag vegna afstöðu sinnar. Þeim stendur enn til boða að vinna hana aftur á morgun, með því að mæta og kjósa.

Ég bendi á frábæra grein Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sem skýrir í einföldu máli hvers vegna Íslendingar, líka Jóhannna og Steingrímur, eiga að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn 6. mars.  Þessa grein ættu allir að lesa. Hún segir allt sem segja þarf.

 


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg rétt þennan laugardag misstu þau trúnað og virðingu margra, og það verður ekki unnið upp. Krafan hlýtur að vera sú að þau tvö víki til hliðar og aðrir komi í þeirra stað.  Annars mun þessi ríkisstjórn hrökklast frá og það er ekki akkur í sjálfu sér, nema við fáum utanþingsstjórn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 09:36

2 Smámynd: Benedikta E

Sæll Jóhannes - Takk til ykkar í InDefence hópnum fyrir allt ykkar óeigingjarna framlag til þjóðar ykkar - sem skilaði þjóðinni þessari stórkostlegu Þjóðaratkvæðagreiðslu - og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms umboðsleysi.

En áhyggjuefnið nú er Jóhanna og Steingrímur þau vaða áfram eins og þjóðaratkvæðagreiðslan hafi engu breytt - Hvað er til ráða í þeim efnum ?

Með góðri kveðju.

Benedikta E, 9.3.2010 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband