Félagsmálaráðuneytið fjarlægt strax af listanum.

Félagsmálaráðuneytið sendi InDefence póst á press@indefence.is og bað um að kennitala ráðuneytisins væri tekin af listanum.  Það var gert um hæl.

Ég hvet fólk til að nota möguleikann "athuga skráningu" á indefence.is ef það heldur að  það hafi verið skráð að því forspurðu. Ef svo er, þá er best að senda póst til okkar strax og við munum að sjálfsögðu afskrá viðkomandi eins fljótt og auðið er.

Nú hafa okkur borist alls um 30 afskráningarbeiðnir.  Það hlýtur að teljast lítið hlutfall af rúmlega 60 þúsund undirskriftum. Það er því mjög sérstakt að horfa upp á það niðurrif sem nú stendur sem hæst, þar sem haldið er fram að "fjöldi fólks" sé skráð á listann án sinnar vitundar.

 


mbl.is Ráðuneyti skráð á lista InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Það hafa svo ótrúlega margir skráð  sig á InDefence af því að fólk hélt að það fólk væri á móti því að greiða kröfur Íslendinga vegna Icesave !

 Hversu margir settu nafn sitt þar við til að velja fyrra frumvarp - en ekki hið síðara ?

Það var alltaf og er - eitthvað óhreint hjá þessum samtökum.

Falskar forsendur ????

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 4.1.2010 kl. 17:48

2 identicon

Þú ert nú meiri bullarinn alma.

Geir (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 18:36

3 identicon

76.1% telur að Íslendingar eigi ekki að borga Icesave skv. Wall Street Journal

Samkvæmt könnun Wall Street Journal eru 76.1% lesanda á því að Íslendingar eigi ekki að borga Icesave skuldirnar.  Þeir sem hafa áhyggjur af orðspori Íslendinga erlendis og viðhorfi alþjóðasamfélaginu til Íslendinga geta troðið þessu upp í óæðri endan á sér; eru þá kratar þar með taldir, formaður Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og aðskotahluturinn í Sjálfsstæðisflokknum, Þorsteinn Pálsson.

http://m5.is/?gluggi=frett&id=100977

Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil nú eiginlega fara fram á það við ykkur kæru Indefence að biðja forsetann um að leysa upp ríkisstjórn og alþingi og mynda utanþingsstjórn sérfræðinga til að vinna að hagsmunum Íslands.  R'ikisstjórnin er að fremja herverk á landsmönnum með afstöðu sinni og framgangi.  Þetta er orðið of langt gengið til að það verði þolað öllu lengur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband