Gengismunur ekki lægri evrutala!

Már er að gefa til kynna að við "skuldum" minna í Icesave nú en áður. Það er rugl. Krafa Breta og Hollendinga er ennþá 3.91 milljarður EVRA.

Um áramót var gengið á evrunni 180 krónur. Það þýddi 703 milljarðar í krónum.
Í dag er evran lægri, bara 156 krónur. Það þýðir 610 milljarðar í krónum.

Þarna er 90 milljarða munur. En það þýðir ekki að það sé búið að lækka Icesave reikninginn. Um leið og krónan fellur aftur, til dæmis ef gjaldeyrishöft verða afnumin, þá hækkar krónutalan á Icesave reikningnum aftur til samræmis við það.

Það eina sem getur lækkað Icesave greiðslubyrði Íslendinga í svona samningum eru verulega mikið lægri vextir, eða hreinlega að Bretar og Hollendingar gefi eftir höfuðstólinn.

Gengissveiflur eru ekki eitthvað sem við höfum í hendi. Það verður að horfa á þetta í erlendum gjaldmiðlum því við verðum að borga í erlendum gjaldmiðlum.

Ég óttast að þetta sé upphafið að því að villa um fyrir þjóðinni í þeim tilgangi að sannfæra hana um ágæti nýs icesave samnings.


mbl.is Kostnaður við Icesave hugsanlega minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athugið. þetta er ekki skuld okkar heldur krafa Breta og Hollendinga sem á sér ekki stoð í lögum EB

Jóhannes (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 23:55

2 identicon

Sammála, menn þurfa að átta sig á þrennu:

1. Krafa tryggingarsjóðs á Landsbankann er föst í íslenskum (um 650 milljarðar)

2. Krafa Breta og Hollendinga er föst í EUR og GBP þannig að til að fá höfuðstólinn greiddan að fullu miðað við c.a. 89% skil úr þrotabúinu þá þolum við að EUR gengið sé c.a. 165 og GBP gengið c.a. 185.

3. Vextirnir eru ekki forgangskröfur þannig að það eru yfirgnæfandi líkur á að þeir lendi að fullu á ríkinu (hlutfallast með öðrum þúsundum milljarða krafna í þrotabú Landsbankanns).

Þetta þýðir að gengisáhættan er alfarið "okkar", bæði af vöxtum og höfuðstól.  Ef gengið verður hagstæðara en 165 og 185 þá má færa rök fyrir því að við séum að hagnast og það fari á móti vöxtunum. Við þurfum þá að spyrja okkur á móti hver kostnaður er við að halda genginu hagstæðu, það fæst líklega ekki frítt.

Ég vona að menn séu með lygavarann á sér þegar bæði Már og Steingrímur tjá sig um Icesave.

Björn (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 23:55

3 identicon

Ég bara spyr, hvenær verða næstu mótmæli?

Þetta lið sem heldur að það stjórni landinu er að rústa því meir og meir á hverjum degi!

Fólk þarf að fara að rísa upp og henda þessu ónýta pakki úr stjórnsýslunni, ráðherrum og strengjabrúðum þeirra.

Geir (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband